Hakkaraskóli GGFÍ

Velkomin

Þessi æfingarvettvangur er ætlaður sem kynning á netöryggi og er rekinn af Gagnaglímufélagi Íslands (GGFÍ). Markmið GGFÍ er að efla netöryggismenningu á Íslandi og rekur félagið einnig Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglímuna, og sér um þátttöku Íslands í Netöryggiskeppni Evrópu (ECSC) í umboði Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.

Um vettvanginn

Þessi vettvangur, Hakkaraskólinn, er hugsaður sem kynning fyrir byrjendur og boðið er upp á lesefni og kennsluefni, auk verkefna þar sem hægt er að prófa þekkinguna. Til að fá aðgang að verkefnunum þá skráir þú þig inn í þetta kerfi. Kennsluefnið má svo finna hér.

Kennsluefni

Landskeppni Gagnaglímunnar

Hakkaraskólinn er einnig forval fyrir Landskeppni Gagnaglímunnar, en þau ungmenni (25 ára og yngri) sem ná 1.000 stigum í Hakkaraskólanum munu fá boð um þátttöku í öllum Landskeppnum Gagnaglímunnar fram að 26. aldursári.

Til að fá boð um þátttöku í Landskeppninni er mikilvægt að skrá fæðingarár í þessu kerfi, en það er hægt að gera þegar reikningur er stofnaður en einnig er hægt að bæta þeim upplýsingum við eftir skráningu.

Nánari upplýsingar um framkvæmd Gagnaglímunnar má finna á https://gagnagliman.is.

Hverjir mega skrá sig

Allir mega skrá sig og spreyta sig á verkefnunum, en aðeins þeir sem eru 25 ára eða yngri fá boð um þátttöku í Landskeppninni.

Í vinnslu

Hakkaraskólinn er að stíga sín fyrstu skref og því má búst við því að meira lesefni og fleiri verkefni bætist við á næstu vikum, mánuðum og árum. Við munum kappkosta við að bæta við lesefni fyrir algjöra byrjendur, þannig ef þú átt í erfiðleikum með að byrja, þá hvetjum við þig til að gefast ekki upp heldur líta aftur við seinna! Ef þú ert með athugasemdir eða ábendingar þá máttu endilega koma þeim til okkar á Discord eða á netfangið ggfi@ggfi.is.